Lok evrópska samstarfsverkefnisins Retrain

LLPRetrain

Nú er að ljúka tveggja ára evrópsku samstarfsverkefni, Retrain, sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins tekur þátt í með Austurríkismönnum og Írum og er stjórnað af Rannsóknasetri verslunarinnar og Háskólanum á Bifröst. Um er að ræða fagnám í verslunarþjálfun sem miðar að því að gera sérfræðinga í verslunarstörfum hæfa til að sjá um kennslu nýliða og endurmenntun almennra starfsmanna í smásöluverslunum.

Markmiðið með náminu er tvíþætt:

• Gera sérfræðinga í verslunarstörfum hæfa til að veita starfsþjálfun á vinnustað

• Auðvelda innleiðingu á samræmdri og faglegri starfsþjálfun í verslunum

 

Sjá einnig á www.rsv.is

Fagmenntun fyrir verslunarþjálfa - um námið (pdf)

 Fagmenntun fyrir verslunarþjálfa - námsskrá (pdf) 

 Retrain home page in English