RETRAIN - Evrópuverkefni um nám fyrir leiðbeinendur í verslunarstörfum

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins tekur þátt í evrópska samstarfsverkefninu RETRAIN sem stýrt er af Rannsóknasetri verslunarinnar og Háskólanum á Bifröst. Tilgangur verkefnisins er að sérsníða nám fyrir þá sem taka að sér þjálfun nýliða og annarra starfsmanna í verslunum með það að markmiði að starfsþjálfunin verði framkvæmd á samræmdan og faglegan hátt. Aðrir þátttakendur eru TESCO verslunarkeðjan á Írlandi og BEST í Austurríki.

Nýverið birtist á vef verkefnisins www.retrain.is drög að námlýsingu á ensku og upplýsingabæklingar á íslensku. Lokaráðstefna verður haldin á í september 2015.