Vinnudagur vegna raunfærnimats

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins boðaði til vinnudags fyrir verkefnastjóra sem sinna framkvæmd á raunfærnimatsverkefnum.  Vinnudagurinn fór fram á Kríunesi þann 19 maí.  Þátttakendur voru 27 og komu víðsvegar að af landinu.

Meðal umræðuefna var innleiðing raunfærnimatsverkefna, innleiðing raunfærnimats í almennum greinum,  færnimöppugerð, notkun fjarfundarbúnaðar við raunfærnimat, miðlun upplýsinga um verkefni sem eru í bígerð og fleira.

RaunfMaí2015