Raunfærnimati í Fiskeldi lokið innan IPA verkefnis FA

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum hefur nú lokið við raunfærnimat í fisktækni, fiskeldislínu í samstarfi við Fisktækniskóla Íslands í Grindavík. Verkefnið fellur undir IPA verkefni FA "Þróun raunfærnimats til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun". 17 einstaklingar luku matinu og fengu þeir samtals 1274 feiningar á framhaldsskólastigi metnar, eða um 75 feiningar hver einstaklingur að meðaltali.  Meðalaldur þátttakenda var 42,5 ár. Þeir komu víða af á landinu, flestir þó af Suðurnesjum og Reykjavíkursvæðinu.  Nokkur viðtöl fóru fram í gegnum fjarfundarbúnaðinn Skype og gekk það mjög vel. Stór hluti af hópnum hefur í hyggju að skrá sig í námið í haust.

Esb