Stýrir þú raunfærnimatsverkefnum?

NVL FA

Stýrir þú raunfærnimatsverkefnum?

Má bjóða þér á vinnudag þann 19. maí næstkomandi?

Fjallað verður um málefni sem snerta framkvæmd raunfærnimatsverkefna. Það verður lögð áhersla á miðlun upplýsinga, skoðanaskipti og lausnir.

Vinnudagurinn er ætlaður þeim sem unnið hafa með raunfærnimat.

Það er Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ásamt  innanlandshópi NVL um raunfærnimat sem stendur fyrir vinnudeginum.

Staðsetning og tími: Kríunes við Elliðavatn, þ. 19. maí, byrjum kl. 9.00 og verðum búin klukkan 15.30. NVL býður upp á hádegismat og dagskráin verður sett þannig upp að tími gefst  fyrir tebolla og spjall milli málefna. 

Vinnudagurinn er í beinu framhaldi af málþingi í Gerðubergi þ. 18. maí um árangur tilraunaverkefnanna Menntun núna í Breiðholti og Norðvesturkjördæmi. Þannig vonumst við til að sem flestir geti samnýtt ferðir.

Skráning er á netfangið [email protected] en nánari upplýsingar veitir Haukur Harðarson, [email protected].

Frekari upplýsingar og drög að dagskrá má nálgast HÉR.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og innlandsnet NVL um raunfærnimat