Fræðslu- og samráðsfundur ráðgjafanets FA

Þann 27. febrúar síðastliðinn var haldinn 30. fundur í ráðgjafneti. Fundurinn var haldinn í húsnæði FA við Ofanleiti og hann sótti 21 fulltrúi frá fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum víðs vegar að af landinu ásamt 4 starfsmönnum FA. Farið var yfir punkta úr ársskýrslum um ráðgjöfina frá miðstöðvunum, sem og starfsáætlun fyrir 2015. Einnig var tölfræði ársins 2014 skoðuð og rætt um skráningar á viðtölum og þjónustukannanir við notendur. Eftir hádegi voru kynnt tvö þróunarverkefni í raunfærnimati: Annars vegar verkefni um almenna starfshæfni sem fór fram hjá SÍMEY og hins vegar raunfærnimat í almennum bóklegum greinum, sem framkvæmt var hjá Mími-símenntun. Þá kynnti Karl Sigurðsson frá VMST skýrslu um Færniþörf á vinnumarkaði, sem unnin var í tengslum við IPA verkefnið. Að lokum var kynnt nýtt Erasmus+ verkefni sem FA stýrir, í samstarfi 5 landa og ber heitið Work-life guidance. Verkefnið snýr að því að nýta aðferðafræði ráðgjafar, raunfærnimats og mannauðsstjórnunar til að ná til fyrirtækja og stjórnenda, með það að markmiði að hvetja starfsmenn til starfsþróunar.

Ráðgjafafundur mars

Umsjón: Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir.