Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Fræðslusjóði til þróunar og nýsköpunar í framhaldsfræðslu

Þann 31. mars auglýsti Fræðslumiðstöð atvinnulífsins eftir umsóknum um styrki úr Fræðslusjóði vegna nýsköpunar og þróunarverkefna í framhaldsfræðslu, sbr. lög um framhaldsfræðslu nr. 27/2010.

Forgangssvið við úthlutun árið 2015 eru:

  • Hagnýting og þróun upplýsingatækni fyrir markhóp framhaldsfræðslu.
  • Þróun nýrra greina í raunfærnimati.
  • Nýjungar í námi og kennslu fyrir markhóp framhaldsfræðslu sem hefur íslensku sem annað tungumál.
  • Samstarf fræðsluaðila og fyrirtækja eða stofnana við þróun starfsnáms á vinnustöðum og skipulag og framkvæmd starfsþjálfunar.

Við mat á umsóknum var litið til þess hvernig verkefni falli að markmiðum í 2. grein laga um framhaldsfræðslu og hvort umsækjandi hafi sýnt fram á faglega þekkingu og reynslu til að vinna verkefnið sem sótt var um styrk til. Einnig var skoðað hvort verkefni:

  • hafi skýr skilgreind markmið og vel skilgreinda verkefnastjórn,
  • mæti sýnilegri þörf fyrir menntunarúrræði í framhaldsfræðslu,
  • feli í sér nýsköpun eða þróun í kennsluháttum í framhaldsfræðslu,
  • feli í sér samstarf og að framlag samstarfsaðila sé tryggt og vel skilgreint,
  • hafi raunhæfa kostnaðar-, verk- og tímaáætlun,
  • sé líklegt til að skila hagnýtri afurð og hvernig fyrirhugaðri kynningu á henni er háttað.

Umsóknarfrestur rann út á miðnætti þann 28. apríl 2015.

Fyrri úthlutanir.

Upplýsingar um vinnuferli og viðmiðanir

Lög um framhaldsfræðslu nr. 27/2010