Námskeið fyrir umsjónarmenn greininga

Dagana 16. og 17. febrúar s.l. tóku 10 manns þátt í námskeiði hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins  fyrir umsjónarmenn greininga. Þátttakendur komu frá sjö af samstarfaðilum FA eða frá:

  • Fræðslumiðstöð Vestfjarða,
  • Fræðslunetinu - símenntun á Suðurlandi,
  • Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins,
  • MSS - Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum,
  • SÍMEY - Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar,
  • Visku - Fræðslu og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja og
  • Framvegis - miðstöð símenntunar í Reykjavík.

Markmið námskeiðsins er að þjálfa starfsmenn hjá samstarfsaðilum FA til að vera umsjónar­menn greininga á hæfnikröfum starfa þar sem aðferð FA er beitt og hæfniþættir úr hæfnigrunni FA notaðir. Til að verða umsjónarmaður greininga þarf að hafa sótt þetta námskeið eða aðra samsvarandi fræðslu til FA.  Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Guðmunda Kristinsdóttir og Halla Valgeirsdóttir.

Námskeiðið er aðeins ætlað samstarfaðilum FA og er ekkert námskeiðsgjald greitt. Haldið verður annað námskeið á þessu misseri ef áhugi er fyrir hendi en tímasetning verður kynnt síðar.

Senda má fyrirspurnir til [email protected]

Nánari upplýsingar um hæfnigreiningar FA má finna HÉR.