Gæðalíkan fyrir raunfærnimat á Norðurlöndum

Gæði eru undirstaða fyrir varanleika raunfærnimats og gæðastarf nýtur forgangs jafnt í norrænu og evrópsku raunfærnimati.  Í Nordplus verkefni sem unnið var árin 2012-2013 var þróað sameiginlegt heildrænt líkan fyrir gæðastarf í raunfærnimati á Norðurlöndum.

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins tók þátt í verkefninu og IÐAN-fræðslusetur framkvæmdi prófunarferli á gæðalíkaninu. Reynsla og niðurstöður þessarar vinnu frá öllum löndunum voru síðan teknar saman og niðurstaðan birt sem Gæðalíkan fyrir raunfærnimat á Norðurlöndum. Það er von þeirra sem komu að verkefninu að framsetning gæðalíkansins sé einföld og nýtist í daglegu starfi við raunfærnimat.

Á vegum NVL (Norrænt tengslanet um nám fullorðinna) er starfræktur innanlandshópur um raunfærnimat. Hann er bakhópur fyrir samnorrænan sérfræðingahóp um raunfærnimat.  Innanlandshópurinn ákvað að nýta hluta af því fjármagni sem hann hefur til ráðstöfunar til þýða og gefa út á íslensku afurð verkefnisins. Staðfæring og þýðing bæklingsins yfir á íslensku var unnin af sérfræðingum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

Þeim sem óska eftir að fá prentuð eintök af bæklingnum er bent á að senda póst á [email protected]

Einnig er hægt að nálgast rafrænt eintak HÉR.