Fræðslu- og samráðsfundur ráðgjafanets FA

Þann 17. og 18. september s.l. fór fram 29. fundur í ráðgjafneti FA. Fundurinn var haldinn hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands í Borgarnesi og sóttu hann 30 fulltrúar frá fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum um land allt.

Fyrri daginn var farið var yfir niðurstöður úr könnun sem var gerð vegna brotthvarfsnemenda úr framhaldsfræðslunni og fjallað um Myschool skráningarkerfið. Einnig var farið yfir skilgreiningar, skráningu og fjölda viðtala í ráðgjöfinni. Eftir hádegi var kynning á verkefnum hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands og sagt var frá nýju verkefni í raunfærnimati, fyrir starfsmenn í vöruhúsum. Í lok dags var farið yfir helstu niðurstöður varðandi náms- og starfsráðgjöfina í úttekt Capacent á framhaldsfræðslukerfinu sem kom út s.l. vor.

Seinni daginn var kynning á verkefni um hækkað menntunarstig í Norðvesturkjördæmi og sagt var frá nýjum verkefnum í raunfærnimati; í slátrun og af hestabraut. Þá voru kynnt erlend samstarfsverkefni sem eru í gangi hjá FA og rætt var í hópum um verkefni framundan og hvernig best sé að ná til markhóps framhaldsfræðslunnar.  Eftir hádegi var kynning á vefgáttinni sem hefur verið í vinnslu hjá FA og SÆNS í tengslum við IPA verkefni FA og að lokum skoðuðu ráðgjafar og prófuðu vefgáttina.

Umsjón: Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir.

20140918 131214