Raunfærnimati fyrir skólaliða og stuðningsfulltrúa lokið innan IPA verkefnis FA

Esb

Fræðslunetið - símenntun á  Suðurlandi hefur nú lokið við raunfærnimatsverkefni fyrir skólaliða og stuðningsfulltrúa, sem fellur undir IPA verkefni FA "Þróun raunfærnimats til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun". Þátttakendur voru 19 og fengu þeir metnar samtals 330 einingar á framhaldsskólastigi, eða rúmlega 17 einingar hver einstaklingur að meðaltali. Meðalaldur þátttakenda var 41 ár og höfðu þeir allir að baki a.m.k. 3 ára starfsreynslu í faginu. Þátttakendum stendur til boða að ljúka námi á brautunum hjá Fræðslunetinu í framhaldi af matinu.

myndraunfIPAskolal.jpg