Raunfærnimati á Tölvuþjónustubraut lokið innan IPA verkefnis FA

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum hefur nú lokið við raunfærnimat á tölvuþjónustubraut í samvinnu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Verkefnið fellur undir IPA verkefni FA "Þróun raunfærnimats til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun".

13 einstaklingar luku matinu og fengu þeir samtals 198 einingar á framhaldsskólastigi metnar, eða um 15,2 hver einstaklingur að meðaltali. Meðalaldur þátttakenda var tæplega 32 ár. Þátttakendur komu frá Reykjanesbæ, Reykjavík og Selfossi. Gaman er að segja frá því að 10 þátttakendur hafa skráð sig til náms hjá Fjölbrautaskólanum á Suðurnesjum í haust. Þeir munu taka áfanga í fjarnámi og setja stefnuna að klára nám á Tölvuþjónustubraut á 2-3 önnum.