Raunfærnimati á félagsmála- og tómstundabraut lokið innan IPA verkefnis FA

Esb

Mímir - símenntun hefur nú lokið við raunfærnimatsverkefni á félagsmála- og tómstundabraut sem fellur undir IPA verkefni FA,  "Þróun raunfærnimats til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun". Þátttakendur voru 9 og fengu þeir metnar samtals 246 einingar á framhaldsskólastigi, eða 27,3 einingar hver einstaklingur að meðaltali. Meðalaldur þátttakenda var 42,4 ár og höfðu þeir allir að baki a.m.k. 3 ára starfsreynslu í faginu. Á myndinni er hluti útskriftarhópsins úr raunfærnimati á félagsmála- og tómstundabraut. Stefnt er að því að þátttakendur ljúki félagsmála- og tómstundabraut við Borgarholtsskóla í framhaldi af matinu.

Mynd Felagsmala Og Tomstundabraut