Þróun námskeiðs fyrir umsjónarmenn greininga

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins fékk haustið 2013 styrk frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til að þróa greiningartæki og aðferð til að skilgreina hæfnikröfur starfa. Um er að ræða aðferðina sem við hjá FA höfum verið að beita og þróa undanfarin misseri með þrepaskiptu hæfnilýsingunum frá HRSG í Kanada. Styrknum frá MMRN á að ráðstafa til að útbúa ferillýsingar og leiðbeiningar fyrir þá sem vilja nýta sér aðferðina og til að hanna og halda námskeið fyrir umsjónarmenn greininga.

Dagana 17. og 18. febrúar s.l. var haldið tilraunanámskeið fyrir umsjónarmenn greininga og nokkrum aðilum sem hafa sýnt aðferðinni áhuga var boðið að taka þátt. Á námskeiðinu var dagskrá námskeiðsins prófuð og ábendingum safnað í leiðbeiningar fyrir umsjónarmenn greininga. Þátttakendur voru áhugasamir og lögðu mikið af mörkum sem nýtist til að betrumbæta greiningarferlið og væntanlegt námskeið. Í framtíðinni er ætlunin að námskeiðið og greiningargögnin verði í boði fyrir samstarfsaðila FA eftir nánara samkomulagi.

Frett19feb