Raunfærnimati í Málmsuðu lokið innan IPA verkefnis FA

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi hefur nú lokið við raunfærnimatsverkefni í Málmsuðu, sem fellur undir IPA verkefni FA Þróun raunfærnimats til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun. Þátttakendur voru 12 og fengu þeir metnar samtals 264 einingar á framhaldsskólastigi, eða 22 einingar hver einstaklingur að meðaltali.

Lesa meira »

Þróun námskeiðs fyrir umsjónarmenn greininga

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins fékk haustið 2013 styrk frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til að þróa greiningartæki og aðferð til að skilgreina hæfnikröfur starfa. Um er að ræða aðferðina sem við hjá FA höfum verið að beita og þróa undanfarin misseri með þrepaskiptu hæfnilýsingunum frá HRSG í Kanada.

Lesa meira »

Ráðstefna um raunfærnimat – Rotterdam

Dagana 9. til 11. apríl 2014 verður haldin í Rotterdam ráðstefna um raunfærnimat. Markhópurinn fyrir hana eru hagsmuna-, framkvæmda- og stefnumótandi aðilar í raunfærnimati og það verður mikið af áhugaverðum fyrirlestrum og vinnustofum í boði.

Lesa meira »