Fyrirmyndir í námi fullorðinna 2014

Fyrirmyndir í námi fullorðinna er viðurkenning sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur veitt árlega frá árinu 2007. Árangur og framtíð framhaldsfræðslu, var yfirskrift fundar sem haldinn var á Hótel Natura þann 4. desember síðastliðinn.

Lesa meira »

Raunfærnimati í Fisktækni lokið innan IPA verkefnis FA

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum hefur nú lokið við raunfærnimat í Fisktækni, sjómennskulínu í samstarfi við Fisktækniskóla Íslands í Grindavík. Verkefnið fellur undir IPA verkefni FA "Þróun raunfærnimats til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun".

Lesa meira »

Árangur og framtíð framhaldsfræðslu

Fimmtudaginn 4. desember eftir hádegi mun Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Norræna tengslanetið um nám fullorðinna standa fyrir fundi sem ber yfirskriftina: Árangur og framtíð framhaldsfræðslu.

Lesa meira »

Fræðslu- og samráðsfundur ráðgjafanets FA

Þann 17. og 18. september s.l. fór fram 29. fundur í ráðgjafneti FA. Fundurinn var haldinn hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands í Borgarnesi og sóttu hann 30 fulltrúar frá fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum um land allt.

Lesa meira »

Úthlutun úr Þróunarsjóði framhaldsfræðslu 2014

Í mars auglýsti Þróunarsjóður framhaldsfræðslu eftir umsóknum um styrki vegna nýsköpunar- og þróunarverkefna í framhaldsfræðslu. Þróunarsjóði framhaldsfræðslu bárust alls 38 umsóknir um styrki en úthlutað var til 19 verkefna að þessu sinni.

Lesa meira »

Námskeið - þjálfun vegna raunfærnimats

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins mun bjóða upp á námskeið um raunfærnimat 15. og 16. apríl 2014. Námskeiðin eru ætluð matsaðilum, náms- og starfsráðgjöfum og verkefnisstjórum sem koma að raunfærnimatsverkefnum. Ekkert námskeiðsgjald er greitt, en FA greiðir hvorki fyrir ferðir né uppihald þátttakenda. Framkvæmd er háð því að nægileg þátttaka fáist.

Lesa meira »

Námskeið fyrir starfsþjálfa á vinnustað

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins mun bjóða upp á tilraunanámskeið fyrir starfsþjálfa á vinnustað. Námskeiðið verður haldið 10. og 14. apríl 2014 og er það ætlað starfsmönnum sem sinna starfsþjálfun á vinnustað sem er hluti af skilgreindu námi. Ekkert námskeiðsgjald er greitt, en FA greiðir hvorki fyrir ferðir né uppihald þátttakenda. Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður við 15 manns.

Lesa meira »

Námskeið - Þjálfun vegna raunfærnimats

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins mun bjóða upp á námskeið um raunfærnimat 15. og 16. apríl 2014. Námskeiðin eru ætluð matsaðilum, náms- og starfsráðgjöfum og verkefnisstjórum sem koma að raunfærnimatsverkefnum. Ekkert námskeiðsgjald er greitt, en FA greiðir hvorki fyrir ferðir né uppihald þátttakenda. Framkvæmd er háð því að nægileg þátttaka fáist.

Lesa meira »

Raunfærnimati í Málmsuðu lokið innan IPA verkefnis FA

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi hefur nú lokið við raunfærnimatsverkefni í Málmsuðu, sem fellur undir IPA verkefni FA Þróun raunfærnimats til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun. Þátttakendur voru 12 og fengu þeir metnar samtals 264 einingar á framhaldsskólastigi, eða 22 einingar hver einstaklingur að meðaltali.

Lesa meira »

Þróun námskeiðs fyrir umsjónarmenn greininga

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins fékk haustið 2013 styrk frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til að þróa greiningartæki og aðferð til að skilgreina hæfnikröfur starfa. Um er að ræða aðferðina sem við hjá FA höfum verið að beita og þróa undanfarin misseri með þrepaskiptu hæfnilýsingunum frá HRSG í Kanada.

Lesa meira »

Ráðstefna um raunfærnimat – Rotterdam

Dagana 9. til 11. apríl 2014 verður haldin í Rotterdam ráðstefna um raunfærnimat. Markhópurinn fyrir hana eru hagsmuna-, framkvæmda- og stefnumótandi aðilar í raunfærnimati og það verður mikið af áhugaverðum fyrirlestrum og vinnustofum í boði.

Lesa meira »