PROMENNT hlýtur EQM gæðavottun

Í dag fékk PROMENNT afhenda staðfestingu þess efnis að fyrirtækið hafi staðist gæðavottun skv. European Quality Mark (EQM) gæðaviðmiðunum. Með gæðavottun EQM er staðfest að PROMENNT stenst evrópskar kröfur um gæði fræðslustarfsemi. Það er Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) sem veitir gæðavottunina en FA hefur unnið að þróun gæðaviðmiða í fræðslustarfi fyrir fullorðna á liðnum árum m.a. með þátttöku í verkefninu RECALL -Recognitions of Quality in Lifelong Learning sem var samstarfsverkefni átta Evrópuþjóða með styrk frá Leonardo da Vinci, menntaáætlun ESB. Verkefninu var stýrt af FA og gekk út að byggja upp EQM gæðavottunarferlið, sem byggt er á viðurkenndum samevrópskum gæðaviðmiðum fyrir fræðsluaðila í fullorðinsfræðslu. EQM vottunarferlið byggir á tveimur grundvallaraðferðum gæðastjórnunar, sjálfsmati og eftirliti og með vottuninni er staðfest að starfsemin uppfyllir viðmið EQM.

PROMENNT er fyrsti fræðsluaðilinn utan samstarfsnets FA til að hljóta EQM gæðavottun.

Promennt EQM