Farskólinn hlýtur gæðavottun fræðsluaðila

Farskólinn - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra fékk í dag afhent skírteini um EQM gæðavottun fræðsluaðila en gæðavottunin sjálf var staðfest í desember 2012. Með gæðavottun EQM (European Quality Mark) er staðfest að Farskólinn stenst evrópskar kröfur um gæði fræðslustarfsemi. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins veitir gæðavottunina og er vottunin liður í starfi FA sem miðað að auknum gæðum í fræðslu fullorðinna.

Fyrir utan Farskólann hafa nú 5 fræðsluaðilar hlotið EQM gæðavottun. Þeir eru: Þekkingarnet Þingeyinga, IÐAN fræðslusetur, Fræðslusetrið Starfsmennt, Framvegis og Mímir-símenntun.

Farskolinn EQM
Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri FA veitir Bryndísi Þráinsdóttur
framkvæmdastjóra Farskólans skírteini um EQM gæðavottun
.