Mímir-símenntun hlýtur EQM gæðavottun

Mímir-símenntun hlaut nú á dögunum EQM (European Quality Mark) gæðavottun. Með gæðavottun EQM er staðfest að Mímir-símenntun stenst evrópskar kröfur um gæði fræðslustarfsemi. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins veitir gæðavottunina en Fræðslumiðstöðin hefur unnið að þróun gæðaviðmiða í fræðslustarfi fyrir fullorðna á liðnum árum.

Mimir EQM