Leiðbeiningar við gerð loka- og áfangaskýrslu

Leiðbeiningar við gerð áfangaskýrslu til Fræðslusjóðs vegna styrks til nýsköpunar- og þróunarverkefna.

  • Áfangaskýrslu skal skila til Fræðslusjóðs áður en önnur greiðsla skv. samningi fer fram eigi síðar en einu ári eftir úthlutun styrks.
  • Í áfangaskýrslu skal gera ítarlega grein fyrir framvindu verkefnisins á þeim tíma sem liðinn frá úthlutun og þar til áfangaskýrslu er skilað. Í henni skal koma fram hvernig gengið hefur að vinna eftir upphaflegri verk-, tíma- og kostnaðaráætlun og greina frá frávikum, séu þau einhver.
  • Meti styrkþegi það svo að frávik frá verk- og tímaáætlun séu veruleg skal gera grein fyrir því sérstaklega og jafnframt útskýra hvernig brugðist verði við.
  • Sé framvinda ekki í samræmi við umsókn eða skýringar ófullnægjandi getur Fræðslusjóður dregið greiðslu þangað til úr hefur verið bætt.

Ekki er gert ráð fyrir að áfangaskýrsla sé lengri en ein síða A4.

 

Leiðbeiningar við gerð lokaskýrslu til Fræðslusjóðs við uppgjör vegna styrks til nýsköpunar- og þróunarverkefna

Gert er ráð fyrir að eftirfarandi atriði séu höfð til hliðsjónar við gerð lokaskýrslu:

  • Lokaskýrslan verður birt á vef Fræðslusjóðs, www.frae.is
  • Skýrslunni skal skila í pdf-sniði.
  • Á forsíðu skýrslunnar komi fram nafn styrkþega, samstarfsaðila,  styrktarár, heiti verkefnisins og að það sé styrkt af Fræðslusjóði framhaldsfræðslu sbr. lög nr. 27/2010.
  • Afurðir verkefnisins skulu fylgja skýrslunni á rafrænu formi ef unnt er.
  • Í skýrslunni skal verkefninu lýst og gerð grein fyrir framvindu þess, t.d. hvernig gekk að vinna einstaka þætti í samræmi við markmið í umsókn og fjárhags-, verk og tímaáætlun.
  • Skila skal nákvæmu og sundurliðuðu kostnaðaruppgjöri í sérstöku skjali. Athugið að það á EKKI að vera hluti af lokaskýrslunni. Kostnaðaruppgjör er ekki birt á vef.