Fræðslusjóður

Nýsköpunar- og þróunarverkefni

Fræðslusjóður veitir styrki til skilgreindra nýsköpunar- og þróunarverkefna á sviði framhaldsfræðslu. Úthlutunarnefnd á vegum Fræðslusjóðs metur umsóknir og ákveður fjárhæð til úthlutunar á hverju ári.

Auglýst er eftir umsóknum í mars ár hvert.

Í úthlutunarnefnd 2017 eru eftirfarandi:

Sólveig B. Gunnarsdóttir – formaður
Eyrún Björk Valsdóttir
Berglind Eva Ólafsdóttir
Guðríður Sigurbjörnsdóttir

Úthlutun 2017
Í apríl 2017 auglýsti Fræðslusjóður eftir umsóknum í Þróunarsjóð framhaldsfræðslu vegna styrkja til nýsköpunar- og þróunarverkefna í framhaldsfræðslu. Alls bárust 28 umsóknir um styrki en úthlutað var til 15 verkefna að þessu sinni.Stjórn Fræðslusjóðs velur úthlutunarnefnd til að fara yfir umsóknir og gera tillögu til stjórnar Fræðslusjóðs um afgreiðslu. Heildarupphæð umsókna var  tæpar 75 millj. kr. og úthlutað var rúmlega 36 millj. kr. Úthlutanir voru samþykktar á fundir stjórnar 29. maí s.l.
Umsækjandi Heiti verkefnis Úthlutun
Rafiðnaðarskólinn ehf Þróun gagnvirks námsefnis í tæknigreinum 2.850.000
Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi Fjarkinn – rafræn námskeið í ferðaþjónustu 2.220.000
 Framvegis Færniþróun á sviði framhaldsfræðslu 2.420.000
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum Gæðamatur og ferðaþjónusta 2.850.000
Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi Starfstengd íslenska fyrir erlenda starfsmenn á dvalar og hjúkrunarheimilum 1.400.000
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar Hæfnigreining og raunfærnimat iðnverkamanna þrep 1-3 1.970.000
Háskólafélag Suðurlands Ferðamálabrú – rafrænt námsefni 2.320.000
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum Starfsmenntun í fiski – hvenær sem er 2.850.000
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar Raunfærnimat og starfsþróun í ferðaþjónustu 2.850.000
Þekkinganet Þingeyinga Virkjum vinnustaðinn: Fullorðinsfræðsla um samskiptamiðla 2.850.000
Rakel Sigurgeirsdóttir Íslenskunámann 1.430.000
Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi Grunnmenntun í ferðaþjónustu – starfagreiningar og raunfærnimat 2.850.000
Austurbrú Rafrænt kennsluefni fyrir starfsfólk ferðaþjónustu 2.850.000
Mímir – símenntun Námskrá fyrir reynda hópferðabílstjóra í ferðaþjónustu 1.980.000
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar Hæfnigreiningar og raunfærnimat starfsfólks íþróttamannvirkja 2.430.000
36.120.000

 

Úthlutun 2016

Í mars 2016 auglýsti Fræðslusjóður eftir umsóknum í Þróunarsjóð framhaldsfræðslu vegna styrkja til nýsköpunar- og þróunarverkefna í framhaldsfræðslu. Alls bárust 29 umsóknir um styrki en úthlutað var til 14 verkefna að þessu sinni.

Umsækjandi Heiti verkefnis Úthlutun
Framvegis miðstöð símenntunar HAM námskrá og skimun 3.000.000
Gerum betur ehf. Góða ferð – starfræn verkfærakista – fjölbreyttar æfingar og verkefni fyrir nám í ferða þjónustu 3.000.000
IÐAN fræðslusetur Raunfærnimat á móti hæfnikröfum barþjóna 2.950.000
IÐAN fræðslusetur Kennslumyndskeið fyrir þernur og barþjóna 1.000.000
IÐAN fræðslusetur Raunfærnimat á móti hæfnikröfum þerna 2.370.000
Kvasir – samtök fræðslu og símenntunarmiðstöðva Markaðssetning á framhaldsfræðslu – sameiginlegt átak símenntunarmiðstöðva á Íslandi 3.000.000
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum Grunnleikni í stærðfræði 1.350.000
Mímir – símenntun Raunfærnimat á móti störfum í ferðaþjónustu 2.246.000
Mímir – símenntun Þróun fjarnáms í íslensku sem öðru máli 1.996.000
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar Hæfnigreining starfa innan ferðaþjónustunnar, raunfærnimat og námskrárgerð 3.000.000
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar Hæfnigreiningar og raunfærnimat í sjávarútvegsfyrirtækjum 3.000.000
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar Námskrá í almennri starfshæfni 1.630.000
Þekkinganet Þingeyinga Námsmat í framhaldsfræðslu 2.300.000
33.758.100
Úthlutun 2015

Í mars 2015 auglýsti Fræðslusjóður eftir umsóknum í Þróunarsjóð framhaldsfræðslu vegna styrkja til nýsköpunar- og þróunarverkefna í framhaldsfræðslu. Alls bárust 64 umsóknir um styrki en úthlutað var til 12 verkefna að þessu sinni.

Umsækjandi Heiti verkefnis Styrkveiting
Austurbrú ses. Stafræn framleiðsla fyrir alla 2.300.000
Framvegis – miðstöð símenntunar Tölvubraut upplýsingatækniskólans 3.000.000
Framvegis – miðstöð símenntunar Raunfærnimat – Tækniþjónusta – Inngangur að kerfisstjórnun 2.400.000
Farmvegis – miðstöð símenntunar Skjalastjórnun og upplýsingatækni 600.000
Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi Gátlistar v.raunfærnimats á Fjallamennskubraut FAS 647.740
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum Vendikennsla í íslensku I 974.000
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum Gæðahandbók fyrir starfsnám 1.500.000
Mímir – símenntun Raunfærnimat í öryggisfræðum í afþreyingarþjónustu 2.125.660
Rakel Sigurgeirsdóttir Íslenska með breyttri endurtekningu 2.000.000
Sif Einarsdóttir Þróun á áhugakönnun fyrir fullorðna 3.000.000
Símey Menningarlæsi 1.425.000
Þekkinganet Þingeyinga Þróun matslista í vinnustaðanámi 1.280.000
    21.252.400
Share This