• Suða

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Menntun á vinnumarkaði

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins vinnur m.a. samkvæmt þjónustusamningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Eitt af meginhlutverkum FA er að semja námsskrár og námslýsingar fyrir fullorðinsfræðslu. Námsleiðir FA eru fjölbreyttar og mæta jafnt þörfum þeirra sem námið sækja og þörfum atvinnulífsins

Námsskrár

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur gefið út námsskrár sem eru vottaðar af menntamálaráðuneytinu. Námsskrár þessar má meta til styttingar náms í framhaldsskóla. Sjá meira

Ráðgjöf

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur haft umsjón með þróun náms- og starfsráðgjafar fyrir markhópinn í samstarfi við fræðsluaðila í samstarfsneti FA um land allt. Sjá meira

Raunfærnimat

Nám fer ekki eingöngu fram innan formlega skólakerfisins heldur við ýmsar aðstæður.  Allt nám er verðmætt og því er mikilvægt að það sé skjalfest óháð því hvar þess hefur verið aflað. Sjá meira

Fræðslusjóður

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins annast umsýslu með Fræðslusjóði og fjárreiðum hans, sbr. 10 gr. laga nr. 27/2010 um framhaldsfræðslu. Sjá meira

FA hlaut styrk frá Erasmusplus

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hlaut styrk úr KA2 hluta Erasmusplus áætlunarinnar nú í haust til að stýra samstarfsverkefni í samvinnu við aðila frá Finnlandi, Svíþjóð, Hollandi og Austurríki.

Lesa frétt

Gæðalíkan fyrir raunfærnimat á Norðurlöndum

Gefinn hefur verið út bæklingurinn Gæðalíkan fyrir raunfærnimat á Norðurlöndum. Bæklingurinn var unninn í kjölfar Norplus verkefnis sem unnið var árin 2012-2013 þar sem þróað var heildrænt líkan fyrir gæðastarf í raunfærnimati á Norðurlöndum. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins tók þátt í verkefninu og IÐAN-fræðslusetur framkvæmdi prófunarferli á gæðalíkaninu.

Lesa frétt