• Forsidans
  • Forsidas

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Menntun á vinnumarkaði

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins vinnur m.a. samkvæmt þjónustusamningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Eitt af meginhlutverkum FA er að semja námsskrár og námslýsingar fyrir fullorðinsfræðslu. Námsleiðir FA eru fjölbreyttar og mæta jafnt þörfum þeirra sem námið sækja og þörfum atvinnulífsins

Námsskrár

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur gefið út námsskrár sem eru vottaðar af menntamálaráðuneytinu. Námsskrár þessar má meta til styttingar náms í framhaldsskóla. Sjá meira

Ráðgjöf

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur haft umsjón með þróun náms- og starfsráðgjafar fyrir markhópinn í samstarfi við fræðsluaðila í samstarfsneti FA um land allt. Sjá meira

Raunfærnimat

Nám fer ekki eingöngu fram innan formlega skólakerfisins heldur við ýmsar aðstæður.  Allt nám er verðmætt og því er mikilvægt að það sé skjalfest óháð því hvar þess hefur verið aflað. Sjá meira

Fræðslusjóður

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins annast umsýslu með Fræðslusjóði og fjárreiðum hans, sbr. 10 gr. laga nr. 27/2010 um framhaldsfræðslu. Sjá meira

Þjálfun vegna raunfærnimats - Námskeið 18. og 19. febrúar

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins mun bjóða upp á námskeið um raunfærnimat 18. og 19. febrúar 2016

Þjálfun vegna raunfærnimats - Námskeið 18. og 19. febrúar  2016

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins mun bjóða upp á námskeið um raunfærnimat  18. og 19. Febrúar 2016

Námskeiðin eru ætluð  fagaðilum, náms- og starfsráðgjöfum og verkefnastjórum sem koma að raunfærnimatsverkefnum. Sjá dagskrá í viðhengi

 

Ekkert námskeiðsgjald  er greitt, en FA greiðir hvorki fyrir  ferðir né uppihald þátttakenda.

Námskeiðið verður haldið hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Skipholti 50b.  Fyrri daginn hefst námskeiðið kl. 10.15og seinni daginn  kl. 9.00.

 

Skráning

Sendið upplýsingar á netfangið [email protected]   um eftirfarandi atriði;

·         Nafn og kennitölu þess sem sækir námskeiðið

·         Í gegnum hvaða aðila kemur viðkomandi (símenntunarmiðstöð/skóli/stofnun/annað)

 

 

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

 

Kær kveðja

Haukur Harðarson

Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir

Lesa frétt

Rafrænar viðurkenningar

Hvað eru rafrænar viðurkennningar og hvernig tek ég fyrstu skrefin?

Þann 9. febrúar næstkomandi verður haldin önnur vefstofa í tengslum við verkefnið  "Open badges for adult educators".

Lesa frétt