Erlent samstarf

Erlendir samstarfsaðilar og samstarfsverkefni

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA ) hefur frá upphafi stýrt eða tekið þátt í fjölda erlendra samstarfsverkefna sem hafa leitt af sér lærdóm inn í starfið, víkkað sjóndeildarhringinn og eflt tengslanetið. Flest verkfæranna í verkfærakistu FA hafa sprottið upp úr slíku samstarf.

Norrænt samstarf

NVL – Norrænt tengslanet um nám fullorðinna

NVL er norrænt tengslanet um nám fullorðinna og norrænn vettvangur fullorðinsfræðslu þar sem athygli er beint að nýsköpun, miðlun og árangri. NVL hvetur til samræðu og þverfaglegs samstarfs á milli ólíkra tengslaneta, kemur á nýjum netum og eflir framlag þeirra til norræns samstarfs. Fulltrúi Íslands er Fjóla María Lárusdóttir, sérfræðingur hjá FA.

Íslendingar taka þátt í fjölmörgum undirnetum NVL þar á meðal starfsmenn FA, en þeir taka þátt í vinnu neta um raunfærnimat, ráðgjöf fullorðinna, grunnleikni og hæfni leiðbeinanda. Nánari upplýsingar má finna á www.nvl.org

Yfirstandandi samstarfsverkefni

NOVA

NOVA – Nordic er Evrópuverkefni þar sem kanna á tengingar á milli innlendra hæfniramma (National Qualification Frameworks) og óformlegs náms.

Áherslur: Tenging óformlegs náms við hæfniramma landa.

Afurðir: Viðmið fyrir samanburð um stöðu mála varðandi tengingu óformlegs náms á hæfniramma landa | Ábendingar fyrir stefnumótendur varðandi tengingu óformlegs náms við hæfniramma landa | Fyrirmyndardæmi fyrir tengingu óformlegs náms á hæfniramma landa | Stuðningstæki til að þróa hæfniviðmið fyrir órofmlegt nám

Transval - EU

Markmið verkefnisins er að betrumbæta raunfærnimat á yfirfæranlegri hæfni (transversal skills) eða almennri starfshæfni.

Áherslur: Raunfærnimat yfirfæranlegrar færni.

Afurðir: Í Transval verkefninu eru raunfærnimatsverkfæri sem reynst hafa vel í löndum hjá samstarfsaðilum dregin fram. Einnig er þróað nám og þjálfun fyrir fagaðila í raunfærnimati í formi hæfniprófíla. Þeir fá þjálfun í hvernig árangursríkast er að raunfærnimeta yfirfæranlega hæfni, innsýn í ákveðna aðferðafræði og verkfæri til að prufukeyra í fimm tilraunalöndum. 

EES menntunaráætlun – Reynslunám

Verkefni sem er styrkt af menntunaráætlun EES landanna og felur í sér samstarf Íslands, Póllands og Slóveníu.

Áherslur:  Að þróa og tilraunakeyra þjálfun leiðbeinenda/kennara í að undirbúa og beyta reynslunámi. Markhópurinn er ungt fólk í Póllandi. Ætlunin er að innleiða aðferðina í tveimur menningarmiðstöðvum þar í landi.

Heimasíða verkefnis: pozaszkolne.com 

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins er ráðgefandi í þessu verkefni

Eldri samstarfsverkefni

KIAL - Starfsferilsráðgjöf og hæfni í atvinnulífinu

Verkefnið snýr að starfsferilsráðgjöf fyrir fullorðna á vinnumarkaði þar sem þörf fyrir símenntun og starfsþróun eykst samfara hröðum breytingum í atvinnulífinu.

Áherslur: Stuðningur við þróun starfsfólks.

Afurðir: Sögur af starfsferilsþróun fólks | Aðferðir og tæki sem nýtast í ráðgjöf með fullorðnum | Námskeið – kynning á afurðum.

Enterprised - Betri tenging atvinnulífs og fræðslu

Verkefnið felur í sér að efla og þróa hæfni leiðbeinenda í fullorðinsfræðslu í að miðla árangursríku og starfstengdu námi til fólks á vinnumarkaði um áskoranir í daglegum störfum

Áherslur: Hæfni fullorðinsfræðara/miðlun náms.

Afurðir: Aðstæðubundinn dæmi af vettvangi ferðaþjónustu | Aðferðir og nýting raundæma úr störfum í ferðaþjónustu – fyrir leiðbeinendur |  Leiðbeiningar fyrir fræðsluaðila og ferðaþjónustuaðila

Comm(on)-line

Verkefnið miðar að því að skapa, leiðbeina og styðja við námssamfélög á netinu.

Áherslur: skoðun á ákjósanlegri blöndu náms fyrir fullorðið fólk.

Afurðir: Viðmið fyrir kennslu fullorðina með fjölbreyttri nálgun |  Fyrirmyndar dæmi um notkun rafrænna kennsluaðferða |  Fyrirmyndar dæmi um nálgun hóps nemenda sem læra rafrænt, í skólastofu eða í blönduðu námi.

VISKA – Aukinn sýnileiki á starfshæfni innflytjenda

Í verkefninu voru þróuð tæki og aðferðir sem stuðlað gætu að heildrænu og aðgengilegu raunfærnimatskerfi fyrir innflytjendur auk einstaklinga sem ekki hafa lokið formlegri menntun á framhaldsskólastigi.

GOAL – Evrópuverkefni um ráðgjöf og leiðsögn fyrir fullorðna sem sækja síður í nám

Verkefnið gekk út á að efla samstarf hagsmunaaðila um að færa námstengda ráðgjöf nær þeim hópum sem sækja síst í nám

Worklife guidance – Ráðgjöf í atvinnulífinu

Verkefnið snerist um að tengja saman aðferðir sem notaðar eru í ráðgjöf um nám og störf, raunfærnimati og mannauðsstjórnun.

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar